Nýjar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki um heilbrigða samkeppni

Út eru komnar leiðbeiningar fyrir starfsmenn fyrirtækja um samkeppnisreglur útgefnar af Viðskiptaráði Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Leiðbeiningarnar bera heitið Hollráð um heilbrigða samkeppni en í þeim er að finna aðgengilega og vel skiljanlega útlistun á reglum samkeppnislaga, hvað beri að varast þegar kemur að samkeppni á markaði og hvaða forvarnir fyrirtæki geti ráðist í til að komast hjá samkeppnislagabrotum. Í leiðbeiningunum er fjallað um samninga, samskipti og samstarf fyrirtækja, misnotkun á markaðsráðandi stöðu, samruna og tilkynningar til Samkeppniseftirlitsins vegna þeirra og samkeppnisréttaráætlanir fyrirtækja.

LOCAL lögmenn hafa um árabil veitt viðskiptavinum sínum, fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum, ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Í tilefni af útgáfu leiðbeininganna hvetja LOCAL lögmenn til þess að fyrirtæki hugi að samkeppnismálum, hvort sem um er að ræða möguleg brot á samkeppnislögum eða forvörnum sem fela t.a.m. í sér gerð samkeppnisréttaráætlunar. Sérfræðingar LOCAL lögmanna á sviði samkeppnisréttar munu áfram vera til taks í þeim efnum.

http://vi.is/Útgáfa/annad/hollrad-samkeppni-1-utgafa.pdf

2018-07-13T10:56:12+00:00