Persónuvernd

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn hafa yfirgripsmikla þekkingu á sviði persónuverndar og veita lögaðilum ráðgjöf um réttindi þeirra og skyldur í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og aðstoð með framfylgni við persónuverndarlög. Jafnframt hefur stofan sinnt hagsmunagæslu fyrir einstaklinga gagnvart ólögmætri notkun persónuupplýsinga.  Meðal verkefna LOCAL lögmanna á sviði persónuverndar eru:

  • Ráðgjöf til lögaðila varðandi vinnslu persónuupplýsinga og réttindi og skyldur samkvæmt persónuverndarlögum
  • Starf persónuverndarfulltrúa fyrir fyrirtæki og stofnanir
  • Innleiðing ferla og aðgerða hjá lögaðilum til að framfylgja kröfum persónuverndarlaga varðandi vinnslu persónuupplýsinga, þ.á.m.:
    • gerð vinnsluskráa, persónuverndarstefna og verklagsreglna
    • gerð vinnslusamninga milli ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
    • ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd („MÁP“)
  • Úttekt hjá lögaðilum á framfylgni við kröfur persónuverndarlaga
  • Hagsmunagæsla vegna erinda frá Persónuvernd

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um einstaklinga á borð við nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer eða aðrar upplýsingar sem eru til þess fallnar að auðkenna viðkomandi einstakling.

Fullyrða má að öll fyrirtæki og stofnanir vinna með persónuupplýsingar í einhverjum mæli og er söfnun slíkra upplýsinga órjúfanlegur þáttur í starfsemi þeirra, allt frá markaðsstarfi til launavinnslu. Í slíkum upplýsingum geta því falist mikil verðmæti og tækifæri. Hins vegar er brýnt að staðið sé rétt að söfnun persónuupplýsinga og að öll vinnsla standist kröfur persónuverndarlaga til að fyrirbyggja óþarfa brot á lögunum og kostnað vegna hugsanlegrar sektarálagningar.

Nýlega hefur persónuverndarlöggjöfin verið hert til muna sem gerir nú mun ríkari kröfur um að öll vinnsla persónuupplýsinga á vegum fyrirtækja, stofnana og annarra uppfylli skilyrði laganna og að unnt sé að sýna fram á framfylgni við lögin. Er það meðal annars gert með innleiðingu og skjölun ýmissa ráðstafana eins og gerð vinnsluskrár, persónuverndarstefnu og eftir atvikum vinnslusamninga.

Á vef Persónuverndar má finna víðtækan fróðleik um allt sem viðkemur vinnslu persónuupplýsinga og réttindum og skyldum lögaðila annars vegar og einstaklinga (hinum skráðu) hins vegar á sviði persónuverndar.

Áslaug Gunnlaugsdóttir

Lögmaður

Gunnlaugur Garðarsson

Lögmaður