Fjölskylduréttur

Skoða öll starfssvið

Hjónaskilnaðir – sambúðarslit

LOCAL lögmenn veita einstaklingum ráðgjöf í tengslum við gerð fjárskiptasamninga við skilnað og sambúðarslit. Slíkir samningar eru vandmeðfarnir og mikilvægt að  þeir sem standa á þessum miklum tímamótum leiti sér ráðgjafar.

Lögin eru skýr þegar kemur að fjárskiptum einstaklinga  í hjónabandi. Málin geta hins vegar verið flóknari í tilfelli sambúðarslita.

Óneitanlega eru yfirleitt miklar tilfinningar í gangi þegar hjón eða sambúðaraðilar slíta samvistum og oftar en bera fjárskiptasamningar þess merki. Erfitt er að lagfæra fjárskipti  eftir á og því mikilvægt fyrir báða aðila að fá álit sérfræðings áður en gengið er fjárskiptasamningi.

Kaupmáli

Kaupmáli er formfastur skriflegur samningur sem aðeins verður gerður á milli tveggja einstaklinga sem eru ganga í hjúskap eða hafa gengið í hjúskap. Það getur verið æskilegt að ganga frá kaupmála við upphaf hjúskapar til að tryggja að, ef til skilnaðar komi, að hvort hjónanna um sig geti haldið þeim verðmætum sem þau koma með í hjúskap.

Þótt kaupmálar séu aðallega útbúnir við upphaf hjúskapar þá er þó heimilt að gera kaupmála eftir að fólk hefur gengið í hjúskap. Hins vegar getur kostnaður við slíka kaupmála verið  meiri, ef breyta þarf eignarhaldi á skráðum fasteignum. Kaupmálar eru gjarnan gerðir á milli fólks sem er að ganga í hjónaband ef verulegur munur er á eigna/skuldastöðu fólks við upphaf hjúskapar. Kaupmálar eru skráðir í sérstaka kaupamálabók hjá sýslumanni og eru þannig opinbert skjal.

Frekar upplýsingar má finna á sérsíðu LOCAL lögmanna www.kaflaskil.is.

Auður Ýr Helgadóttir
Auður Ýr HelgadóttirLögmaður
Auður er sérhæfð í fjölskyldurétti.