Skaðabótaréttur – Slysabætur

Skoða öll starfssvið

Flestir lenda einhvern tímann á lífsleiðinni að takast á við tjón, hvort sem um ræðir líkams- eða munatjón, beint tjón eða óbeint tjón. Þegar einstaklingar eða lögaðilar verða fyrir tjóni er nauðsynlegt að bregðast skjótt við og forðast það að réttur glatist sökum fyrningarreglna eða tómlætisáhrifa.

Á undanförnum árum hafa verkefni LOCAL lögmanna á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar stóraukist. Reynsla og þekking lögmanna stofunnar nær til allra þátta réttarsviðsins og hafa sérfræðingar LOCAL lögmanna á þessu sviði sinnt ráðgjöf er tekur til heimtu skaðabóta, tryggingarverndar fyrirtækja og hagsmunagæslu fyrir aðila er skaðabótakrafa beinist að. Þá hafa lögmenn okkar séð um heimtu slysabóta úr hendi vátryggingarfélaga fyrir hönd tjónþola með góðum árangri.

LOCAL lögmenn hafa yfir að ráða sérfræðiþekkingu og áratuga reynsla af innheimtu slysabóta, hvort sem um er að ræða bætur vegna umferðaslysa, vinnuslysa eða annarra slysa.

Sæþór Fannberg
Sæþór FannbergLögmaður
Sæþór er sérhæfður í skaðabótarétti.