Flutningur erlendra starfsmanna

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn veita alla aðstoð og ráðgjöf í tengslum við umsóknir erlendra aðila um dvalar- eða atvinnuleyfi á Íslandi.

LOCAL lögmenn hafa veitt íslenskum stórfyrirtækjum aðstoð við að fá erlenda sérfræðinga til starfa hér á landi. Oftar en ekki er um dýra sérfræðinga að ræða og felst aðstoð LOCAL lögmanna ekki einungis aðstoð vegna leyfisveitinga fyrir viðkomandi starfsmann heldur einnig aðstoð við fjölskyldur þeirra s.s. vegna húsnæðismála, skólamála og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það hefur sýnt sig og sannað að mikilvægt er að sinna vel allri þjónustu við erlenda sérfræðinga sem flytjast til Íslands, með eða án fjölskyldna sinna. Því betur sem að slíkum málum er staðið, því fyrr kemst viðkomandi sérfræðingur til starfa og starfsánægja verður meiri.

Lögmenn stofnunnar hafa jafnframt unnið að umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt.

Áslaug Gunnlaugsdóttir
Áslaug GunnlaugsdóttirLögmaður
Áslaug er sérhæfð í flutningi erlendra starfsmanna.