Málflutningur

Skoða öll starfssvið

Sagan sýnir að ágreiningsmál af ýmsu tagi geta komið upp milli tveggja eða fleiri aðila, hvort sem um ræðir einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila.  Þá er oft óhjákvæmilegt að vísa málum til úrlausnar dómstóla þegar sáttaumleitanir reynast árangurslausar. Slíkar aðstæður eru aðilum oft þungbærar, ekki síst þegar undir eru viðkvæm mál af persónulegum toga eða verulegir fjárhagslegir hagsmunir. Þá er dýrmætt að hafa aðgang að faglegri ráðgjöf og traustri sérfræðiþekkingu sem LOCAL lögmenn bjóða upp á.

Við höfum á að skipa öflugum lögmönnum með mikla reynslu af úrlausn flókinna ágreiningsmála og rekstri dómsmála á flestum réttarsviðum lögfræðinnar, þ.á m. á sviði félagaréttar, skattaréttar, fjölskylduréttar, vinnuréttar og verktakaréttar. Jafnframt höfum við sinnt hagsmunagæslu vegna mála fyrir opinberum aðilum og gerðardómum.

LOCAL lögmenn kappkosta að gæta hagsmuna umbjóðenda stofunnar í hvívetna og tryggja þeim hagfelldustu niðurstöðu við úrlausn ágreiningsmála. Við slíka hagsmunagæslu leggjum við ríka áherslu á að veita hlutlaust mat á réttarstöðu viðskiptavina og góð, persónuleg samskipti.

Auður Ýr Helgadóttir

Lögmaður

Guðrún Bergsteinsdóttir

Lögmaður