LOCAL lögmenn gættu hagmuna manns sem varð fyrir slysi við störf sín við Vatnsendaskóla í Kópavogi. Að mati dómsins var talið að yfirmaður mannsins sem vinnuveitandi bar skaðabótaábyrgð á samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar, hafi ekki gengið nægilega úr skugga um að aðstæður við það verk sem manninum var falið, væru öruggar eða litið eftir því að verkið væri unnið á forsvaranlegan hátt. Þar með var fallist á kröfu mannsins um viðurkenningu á bótarétti hans vegna slyssins úr hendi vinnuveitandans.