Hjá LOCAL lögmönnum starfa sérfræðingar á sviði skuldaskila, hvort sem um er að ræða skipti á gjaldþrotabúum, greiðslustöðvun eða nauðasamninga.
Lögmenn LOCAL lögmanna hafa starfað við skipti á þrotabúum um árabil, sinnt fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja sem hefur það að markmiði að koma fyrirtækjum frá fjárhagserfiðleikum og komið að ráðgjöf vegna greiðslustöðvunar eða nauðasamninga. Lögmenn stofunnar veita ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun. Einnig veita lögmenn stofunnar ráðgjöf vegna gjaldþrotaskipta, stofnunar, skiptingu eða slit félaga og breytingu á félagaformi, val á félagaformi ásamt allri skjala- og samningagerð þar að lútandi.