LOCAL lögmenn hafa um margra ára skeið veitt einstaklingum, fyrirtækjum og stéttarfélögum ráðgjöf um margvísleg álitaefni á hinu fjölbreytta sviði vinnuréttar. Þar verður að leggja áherslu á vönduð og skjót vinnubrögð vegna ríkra tómlætisáhrifa þessa lagaumhverfis.
Sérfræðiþekking okkar beinist ekki síst að gerð ráðningarsamninga, kaupréttarsamninga og starfslokasamninga og aðstoð við ritun tilkynninga svo sem vegna uppsagna eða brota á ráðningar- og kjarasamningum. Hagsmunagæsla við úrlausn ágreiningsmála fyrir dómi eða með samkomulagi er jafnframt veigamikill þáttur í okkar þjónustu sem og ráðgjöf til stéttarfélaga vegna félagsmanna þeirra.
Fjöldi innlendra sem erlendra atvinnurekenda hefur nýtt krafta LOCAL lögmanna í tengslum við umsóknir í dvalar- og atvinnuleyfum fyrir erlenda sérfræðinga sem hingað koma til starfa, en stofan er leiðandi á því sviði með góð tengsl við Útlendingastofnun sem almennt tryggir skjóta úrlausn mála.
Við leggjum ríka áherslu á að veita í senn persónulega og áreiðanlega þjónustu á öllum sviðum þessa málaflokks og gætum þannig hagsmuna viðskiptavina okkar í hvívetna.