Innheimtur

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn hafa um langt skeið sinnt innheimtu fjárkrafna fyrir innlenda og erlenda aðila, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki. Lögmenn stofunnar hafa öðlast mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði í gegnum árin sem nýtist viðskiptavinum okkar.

Með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi leggjum við áherslu á að beita í senn árangursríkum og réttlátum innheimtuaðferðum. Áreiðanlegir verkferlar LOCAL lögmanna tryggja skilvirka innheimtu sem leiðir til lægra afskriftarhlutfalls krafna og verðmætisaukningar fyrir viðskiptavini okkar.

Hjá LOCAL lögmönnum bera kröfuhafar engan kostnað vegna frum- og milliinnheimtuaðgerða, jafnvel þótt krafa greiðist ekki. Innheimtukostnaður sem leggst ofan á kröfufjárhæð fer eftir gjaldskrá LOCAL lögmanna og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

Samkvæmt innheimtulögum er ferlið við innheimtu krafna almennt eftirfarandi:

  1. Fruminnheimta
  • Fyrsta skref innheimtuferlisins er fruminnheimta. Í henni felst lögbundin sending innheimtuviðvörunar til skuldara um að sé krafan ekki greidd innan tilskilins frests megi vænta frekari aðgerða með tilheyrandi auknum kostnaði.
  • Við sendingu innheimtuviðvörunar leggst kr. 950 innheimtugjald ofan á kröfufjárhæð sem skuldara ber að standa skil á.
  • Við getum tekið við kröfum beint frá viðskiptabanka kröfuhafa svo ekki þurfi að handvelja hvaða kröfur eru sendar í innheimtu hverju sinni.
  1. Milliinnheimta
  • Annað stig innheimtu, milliinnheimta, hefst ef skuldari bregst ekki við innheimtuviðvörun og krafa er komin í vanskil.
  • Í milliinnheimtu felst að send eru eitt til þrjú innheimtubréf til skuldara með áminningu um vanskil kröfu ásamt símtali til að ýta á eftir greiðslu.
  1. Löginnheimta
  • Löginnheimta er harðari og formfastari innheimta en frum- og milliinnheimta með tilheyrandi auknum kostnaði ofan á kröfu.
  • Löginnheimta felst í aðgerðum samkvæmt réttarfarslögum, svo sem málshöfðun fyrir dómi eða fullnustugerðum hjá sýslumannsembættum.
  • Áður en gripið er slíkra úrræða sendum við almennt tvö löginnheimtubréf á skuldara með aðvörun um frekari aðgerðir með tilheyrandi auknum kostnaði og óhagræði.
  • Við veitum kröfuhöfum faglega ráðgjöf um tæk úrræði á þessu stigi en kröfuhafi ákveður framgöngu málsins.
  1. Dómstólar / Kröfuvakt
  • Hafi krafa ekki verið greidd eftir sendingu löginnheimtubréfa leggjum við mat á næstu skref með kröfuhafa. Niðurstaða slíks mats getur leitt til þess að máli sé vísað til úrlausnar dómstóla eða að gripið sé til annarra sértækra úrræða á borð við fjárnáms- eða nauðungarsölubeiðnir hjá sýslumönnum.
  • Séu slík úrræði hins vegar ekki álitin ákjósanleg að svo stöddu, svo sem vegna lágra kröfufjárhæða eða skulda- og eignastöðu skuldara, setjum við kröfur í kröfuvakt. Þá er innheimtuaðgerðum framhaldið út fyrningarfrest kröfu samhliða vöktun á stöðu skuldara.
  • Vænkist hagur skuldara síðar meir endurmetum við möguleg innheimtuúrræði með kröfuhafa.

Guðrún Bergsteinsdóttir

Lögmaður

Gunnlaugur Garðarsson

Lögmaður