LOCAL lögmenn hafa um margra ára skeið veitt einstaklingum, fyrirtækjum og stéttarfélögum ráðgjöf um margvísleg álitaefni á hinu fjölbreytta sviði vinnuréttar. Þar leggjum við áherslu á vönduð og skjót vinnubrögð, enda geta tafir haft alvarlegar afleiðingar.

Sérfræðiþekking okkar beinist m.a. að gerð ráðningarsamninga, kaupréttarsamninga og starfslokasamninga en einnig veitum við aðstoð við ritun tilkynninga svo sem vegna uppsagna eða brota á ráðningar- og kjarasamningum. Hagsmunagæsla við úrlausn ágreiningsmála fyrir dómi eða með samkomulagi er jafnframt veigamikill þáttur í okkar þjónustu á sviði vinnuréttar.

Fjöldi innlendra sem erlendra atvinnurekenda hefur nýtt krafta LOCAL lögmanna í tengslum við umsóknir á dvalar- og atvinnuleyfum fyrir erlenda sérfræðinga sem hingað koma til starfa. Við eru leiðandi þjónustuaðili á sviði dvalar- og atvinnuleyfa á Íslandi og höfum í gegnum tíðina sýnt fram á trausta og skjóta úrlausn mála. Slíkt getur verið ómetanlegt þegar fyrirtæki þurfa að fá sérfræðinga til starfa hér á landi með litlum fyrirvara. Þá er ekki síður fagleg þjónusta mikilvæg fyrir þá einstaklinga sem eru að flytjast búferlum milli landa og e.t.v. með fjölskyldur í för.

Nánari upplýsingar um aðstoð í útlendingamálum má finna undir þjónustusíðunni okkar um Atvinnu- og dvalarleyfi.