Skaðabætur og vátryggingar

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn hafa um langt skeið veitt einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í hvers kyns málum er varða skaðabætur og vátryggingar. Lögmenn stofunnar hafa áralanga reynslu af hagsmunagæslu í slíkum málum og nær sérfræðiþekking þeirra til allra þátta réttarsviðsins. Má þar nefna innheimtu skaðabóta vegna líkamstjóns, miskatjóns og eignatjóns hvers konar, tryggingavernd einstaklinga og lögaðila og hagsmunagæsla fyrir þá sem slíkar kröfur beinast að.

Meðal verkefna stofunnar á sviðum skaðabóta- og vátryggingaréttar eru:

  • kröfugerð vegna skaðabóta
  • lögfræðilegar álitsgerðir um bótaskyldu
  • umsýsla bótauppgjörs og samningagerð
  • ráðgjöf um tryggingavernd
  • rekstur dómsmála um skaðabótaskyldu

Þegar hugsanlegt bótaskylt tjón ber að höndum er aðkallandi að brugðist sé skjótt við að kanna réttarstöðu og möguleg úrræði vegna stífra fyrningarreglna og tómlætisáhrifa sem gilda á þessu sviði. Af sömu ástæðu er ekki síður mikilvægt að tilkynna meint tjón til viðkomandi tryggingarfélags, hvort sem um er að ræða tjónþola eða tjónvald. Með áreiðanlegri sérfræðiþekkingu, mikilli reynslu og persónulegri ráðgjöf tryggjum við framúrskarandi þjónustu í málum af þessu tagi.

Guðrún Bergsteinsdóttir

Lögmaður

Gunnlaugur Garðarsson

Lögmaður