Kaup og sala fyrirtækja

Skoða öll starfssvið

Hjá LOCAL lögmönnum starfa sérfræðingar sem unnið hafa að mörgum stærstu viðskiptum með fyrirtækjum á Íslandi á undanförnum árum. Lögmenn okkar veita ráðgjöf um val á fjármögnunarkostum auk þess að sinna allri samninga- og skjalagerð. Sérfræðingar LOCAL lögmanna á þessu sviði hafa einstaklega gott orð á sér fyrir nákvæmni og festu þegar kemur að ráðgjöf í tengslum við kaup eða sölu fyrirtækja.

LOCAL lögmenn veita hluthöfum/eigendum umbjóðenda sinna ráðgjöf í tengslum við kaup og sölu eignarhluta í félögum sem og samruna og/eða yfirtöku félaga.

LOCAL lögmenn leiðbeina umbjóðendum sínum alla leið með gerð tilboða, áreiðanleikakannana, kaupsamninga, lánssamninga, hluthafasamkomulaga, ráðningasamninga og hvers konar aðra samninga sem nauðsynlegt er gera til að ljúka viðskiptum með farsælum hætti.

Auður Ýr Helgadóttir
Auður Ýr HelgadóttirLögmaður
Auður er sérhæfð í kaupum og sölu fyrirtækja.