Innri lögfræðingur og fyrirtækjaráðgjöf

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn leiðbeina umbjóðendum sínum með gerð samninga, samkomulaga, lántökur og skuldamál, ráðningasamninga og hvers konar aðra samninga sem nauðsynlegt er gera.

Lögmenn stofunnar veita ráðgjöf í tengslum við  endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun. Einnig veita lögmenn stofunnar ráðgjöf vegna gjaldþrotaskipta, stofnunar, skiptingu eða slit félaga og breytingu á félagaformi, val á félagaformi ásamt allri skjala- og samningagerð þar að lútandi. LOCAL lögmenn hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af hvers kyns samningagerð, hvort sem um er að ræða kaup, sölu, fjármögnun, nýtingu hugverkaréttinda, hugbúnaðarsamninga, ráðningasamninga eða gerð hluthafasamkomulaga.

LOCAL lögmenn veita ráðgjöf til fyrirtækja. LOCAL lögmenn sinna störfum fyrir fyrirtæki sem eins konar innri lögfræðingar. LOCAL lögmenn leitast við að kynnast umbjóðendum sínum og þeirra starfsemi það vel að það þurfi aðeins stutt símtal eða einfaldan tölvupóst til að koma verki af stað. LOCAL lögmenn spara þannig umbjóðendum sínum bæði tíma og kostnað. Umbjóðendur þurfa ekki að koma á staðinn og hitta lögmann nema þeir telji þess sérstaklega þörf, farið er án tafar í að leysa málin og lausnir sendir til baka. Þannig stilla LOCAL lögmenn upp samningum, yfirfara samninga, leysa úr starfsmannamálum, leyfismálum og hvaðeina öðrum málum sem detta inn á borð lítilla og stórra fyrirtækja.

Margir umbjóðendur LOCAL lögmann hafa gert fasta samninga við lögmannsstofuna um ákveðna fjölda tíma á ársgrundvelli sem dreifist svo yfir árið til að jafna megi út kostnað vegna lögmannsþjónustu.

Guðrún Bergsteinsdóttir
Guðrún BergsteinsdóttirLögmaður
Guðrún er sérhæfð í fyrirtækjaþjónustu.