Erfðamál og dánarbú

Skoða öll starfssvið

LOCAL lögmenn hafa mikla reynslu af ráðgjöf í tengslum við erfðamál og dánarbú.

Erfðamál flækjast eftir því sem fjölskyldumynstrið verður flóknara. Ef spurningar vakna varðandi erfðamál, þá er betra að fá svar sem fyrst. Það er reynsla LOCAL lögmanna að það skapi hugarró og létti að klára erfðamálin.

Mikilvægt er að hafa í huga að ef einstaklingur á maka í hjúskap eða börn þá teljast þau vera skylduerfingjar. Aldrei er hægt að gera börn manns eða maka arflausan. Hins vegar má alltaf ráðstafa arfi í erfðaskrá sem nemur allt að 1/3 af eignum.

Sambúðarmaki og stjúpbörn teljast ekki vera skylduerfingjar. Sambúðarmaki og stjúpbörn taka ekki arf samkvæmt lögum. Einstaklingur getur þó ákveðið að arfleiða þessa einstaklinga að 1/3 eigna sinna í erfðaskrá. Jafnframt skal vakin á því athygli að sambúðarmaki getur ekki setið í óskiptu búi. Réttur til setu í óskiptu búi nær aðeins til maka í hjónabandi, ekki sambúðarmaka. Réttur maka til setu í óskiptu búi er óskilyrtur séu öll börnin sameiginleg. Hins vegar séu börn ekki sameiginleg þarf erfðaskrá til að kveða um rétt eftirlifandi maka til setu í óskiptu búi.

LOCAL lögmenn bjóða jafnframt fram aðstoð sína við skipti á dánarbúi.

Frekar upplýsingar má finna á sérsíðu LOCAL lögmanna www.danarbusskipti.is

Auður Ýr Helgadóttir

Lögmaður

Guðrún Bergsteinsdóttir

Lögmaður