LOCAL lögmenn veita fyrirtækjum sérhæfða og alhliða þjónustu í tengslum við ráðningu erlendra starfsmanna og/eða annarra, svo sem tónlistarfólks og íþróttafólks. LOCAL lögmenn veita þjónustu sína í gegnum dótturfélag sitt, LOCAL relocation. LOCAL relocation er reynslumesta fyrirtæki á þessu sviði á Íslandi.
Þjónusta LOCAL relocation er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig og er markmiðið að ferlið gangi snuðrulaust fyrir sig til að viðkomandi starfsmaður geti flutt til landsins og hafið störf á tilsettum tíma.
Starfsfólk LOCAL relocation býr yfir víðtækri þekkingu á íslenskum lögum og þekkir þær reglur sem gilda um dvalar- og atvinnuleyfi útlendinga á Íslandi. Þjónusta okkar felst í því að veita ráðgjöf um dvalar- og , ganga frá umsóknum og vera í samskiptum við Útlendinga- og Vinnumálastofnun þar til umsókn hefur verið afgreidd.
Það getur verið flókið að flytjast á milli landa og því getur fylgt álag bæði fyrir starfsmenn og vinnuveitendur. LOCAL relocation einsetja sér að einfalda ferlið við að ráða erlenda starfsmenn. Með því að nýta þjónustu LOCAL relocation draga fyrirtæki úr álagi sem fylgt getur umsóknum um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn sem og aðlögun starfsmannsins og fjölskyldu hans að íslenskum aðstæðum.
LOCAL relocation veita erlendum starfsmönnum og vinnuveitendum sérsniðna þjónustu s.s. aðstoð vegna búslóðaflutninga, leit að hentugu húsnæði fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra, leigusamningsgerð, aðstoð vegna skólagöngu barna, aðstoð vegna heilbrigðismála og aðrar nauðsynlegar þarfir.