Skattar og opinber gjöld eru órjúfanlegur hluti fyrirtækjarekstrar og snerta sömuleiðis alla þegna samfélagsins. Fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga felst verulegur ávinningur í réttum skattalegum ráðstöfunum. Regluverk skattaréttar er hins vegar yfirgripsmikið þar sem reynir gjarnan á flókið samspil lagareglna og skattframkvæmdar annars vegar og tengsl við önnur réttarsvið hins vegar. Fagleg ráðgjöf á þessu sviði verður því seint ofmetin.

LOCAL lögmenn hafa áratuga reynslu af úrlausn fjölbreyttra verkefna tengdum innlendum og alþjóðlegum skattarétti og veita alhliða ráðgjöf um alla þætti skattalögfræðinnar til einstaklinga og fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Ráðgjöf sem við veitum á þessu sviði varðar m.a. virðisaukaskatt, túlkun lagareglna og tvísköttunarsamninga, gerð áreiðanleikakannana og meðferð mála fyrir skattyfirvöldum og dómstólum.

Við tökum jafnframt að okkur sérstakt fyrirsvar fyrir erlend fyrirtæki sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi hér á landi. Ef erlendis búsettur aðili sem rekur hér á landi skattskyld viðskipti án þess að hafa fasta starfsstöð hérlendis ber honum að fela sérstökum umboðsmanni, með heimilisfesti hér á landi, að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti fyrir hans hönd.