LOCAL lögmenn slf., kt. 490217-0610, er umhugað um persónuvernd og leggjum við ríka áherslu á að tryggja öryggi og lögmæta notkun þeirra persónuupplýsinga sem við meðhöndlum í okkar starfsemi.
Hugtakið „persónuupplýsingar“ tekur til allra upplýsinga sem tengja má við ákveðinn einstakling, beint eða óbeint, t.d. nafn, kennitala, notendanafn, símanúmer, tölvupóstfang, ljósmynd o.s.frv.
Hér er yfirlit um það hvernig við virðum réttindi einstaklinga í tengslum við alla söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi okkar.
- Við meðhöndlum einungis persónuupplýsingar í fyrirfram ákveðnum tilgangi og á grundvelli viðhlítandi heimildar. Við meðhöndlum aðallega persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir veitingu þjónustu sem óskað hefur verið eftir.
- Við grípum til viðeigandi öryggisráðstafana til þess að varðveita persónuupplýsingar og vernda þær gegn óviðkomandi aðilum.
- Við deilum ekki persónuupplýsingum með öðrum aðilum nema nauðsyn krefji og að fyrir liggi viðhlítandi heimild skv. lögum eða samningi. Við munum aldrei selja persónuupplýsingar til þriðja aðila.
- Við varðveitum ekki persónuupplýsingar lengur en þörf krefur eða sem gildandi lög á hverjum tíma áskilja.
Hér að neðan getur þú kynnt þér persónuverndarskilmála okkar nánar. Þar er m.a. að finna upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar við meðhöndlum, í hvaða tilgangi við meðhöndlum þær og á grundvelli hvaða heimildar, hversu lengi við varðveitum persónuupplýsingar þínar, með hverjum við deilum þeim og loks um réttindi þín vegna notkunar okkar á persónuupplýsingum þínum.
Fyrirspurnum varðandi persónuverndarskilmála þessa eða notkun okkar á persónuupplýsingum þínum má beina á netfangið gunnlaugur@locallogmenn.is eða með bréfpósti til: LOCAL lögmenn slf., Kringlunni 7, 12. hæð, 103 Reykjavík.
Síðast yfirfarið og uppfært þann 4. nóvember 2024.