LOCAL lögmenn hafa um langt skeið sinnt innheimtu fjárkrafna fyrir innlenda og erlenda aðila, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði sem nýtist viðskiptavinum okkar.
Með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi leggjum við áherslu á að beita í senn árangursríkum og réttlátum innheimtuaðferðum. Áreiðanlegir verkferlar LOCAL lögmanna tryggja skilvirka innheimtu sem leiðir til lægra afskriftarhlutfalls krafna og verðmætaaukningar fyrir viðskiptavini okkar.
Hjá okkur bera kröfuhafar engan kostnað vegna frum- og milliinnheimtuaðgerða, jafnvel þótt krafa greiðist ekki. Innheimtukostnaður sem leggst ofan á kröfufjárhæð fer eftir gjaldskrá LOCAL lögmanna og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.
Ferlið við innheimtu krafna:
eða hafa samband:
local@locallogmenn.is