Áslaug er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún er með cand. jur gráðu frá Háskóla Íslands og DESS gráðu í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Université d’Aix í Marseille í Frakklandi.
Áslaug sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, meðal annars í tengslum við skattamál, samningagerð, erfðamál og umsóknir um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi. Áslaug hefur aðstoðað fjölmörg íslensk og erlend fyrirtæki, sem og einstaklinga, við umsóknarferli og ráðgjöf um heimild til dvalar á Íslandi, leiðbeiningar varðandi nauðsynlega gagnaöflun tengt umsóknarferlinu, auk hagsmunagæslu gagnvart hlutaðeigandi ríkisstofnunum.
Áslaug hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði skattaréttar fyrir fyrirtæki og einstaklinga og annast samskipti og hagsmunagæslu við skattyfirvöld fyrir hönd umbjóðenda. Þá hefur Áslaug til margra ára verið umboðsmaður erlendra aðila vegna virðisaukaskattskila hér á landi. Áslaug hefur einnig aðstoðað umbjóðendur sína í fjölmörgum erfðamálum og annast margvíslega samningagerð.
Áslaug er ein af stofnendum LOCAL lögmanna. Í gegnum árin hefur hún gegnt trúnaðarstörfum s.s. með stjórnarsetu í Saga Capital fjárfestingarbanka, Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA), Frjálsíþróttadeild KR og í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Landvættir, þar sem hún hefur gegnt embætti forseta.
Þegar kemur að áhugamálum eru útihlaup, líkamsrækt og fjallgöngur um hálendi Íslands efst á baugi. Áslaug er líka mikil félagsvera og nýtur þess að vera umkringd fjölskyldu sinni og vinum. Þá leggur hún jafnframt stund á frönsku við Háskóla Íslands meðfram vinnu.