Gunnlaugur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er með MA gráðu frá Lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Gunnlaugur hefur víðtæka reynslu af því að veita fyrirtækjum ráðgjöf á sviði félagaréttar og aðstoðar meðal annars við stofnun, skipulag og rekstur félaga. Þá er hann jafnframt sérfræðingur í skattarétti. Á sviði verktakaréttar og fasteignamála hefur Gunnlaugur sérstaka þekkingu á úrlausn ágreiningsmála sem tengjast þessum sviðum. Með árunum hefur hann einnig öðlast mikla reynslu í samningagerð og vinnur með viðskiptavinum sínum að því að tryggja skýrleika, öryggi og hagstæða niðurstöðu í hverjum samningi. Gunnlaugur býr jafnframt yfir víðtækri þekkingu á fjármunarétti og hefur aðstoðað við flókin verðbréfaviðskipti og fjármögnunarverkefni fyrir fyrirtæki.
Knattspyrna og veiðar eru meðal áhugamála Gunnlaugs sem skellir sér líka gjarnan á skíði. Þá er hann mikill áhugamaður um tónlist og kvikmyndir og er einnig nokkuð handlaginn. Gunnlaugur ferðast gjarnan, jafnt innanlands sem erlendis, og nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum.