Guðrún Bergsteinsdóttir

Lögmaður og sáttamiðlari

Guðrún er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Hún er útskrifuð frá Háskóla Íslands með cand. jur gráðu og er með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Leiden háskólanum í Hollandi. Þá hefur hún lokið námi í sáttamiðlun og verðbréfamiðlun.

Guðrún hefur sérhæfða og umfangsmikla reynslu í samningagerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún sinnir sem dæmi margvíslegri samningsgerð fyrir fyrirtæki s.s. gerð verktaka- og þjónustusamninga. Þá hefur hún setið við borðið og stýrt samningsgerð, bæði fyrir seljendur og kaupendur, þegar hlutir eða fyrirtæki í heild sinni hafa verið seld. Guðrún veitir einnig ráðgjöf til hluthafa og gætir þeirra hagsmuna í hvers kyns málum er þá varða. Hvað varðar ráðgjöf til einstaklinga má nefna álitamál í tengslum við erfðamál og dánarbússkipti, aðstoð við fjárslit hjóna og sambúðarslit. Meðfram þessu tekur hún að sér málflutning sem fellur til samhliða verkefnum hennar fyrir viðskiptavini sína, hvort sem er fyrir héraðsdómi eða Landsrétti.

Guðrún hefur setið í stjórn Eikar fasteignafélags frá árinu 2016 og kennir á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ um erfðamál. Þá hefur hún í gegnum árin einnig sinnt ýmis konar stjórnarmennsku innan félagasamtaka og/eða áhugamannfélaga.

Utan vinnu nýtur Guðrún þess að vera utandyra. Hún stundar hlaup og hefur klárað nokkur maraþon og Laugaveginn. Hún fer reglulega í fjallgöngur og einkum á Helgafellið sem er í bakgarðinum hennar, fer á skíði, spilar líka golf og reynir þá að hemja keppnisskapið.