Auður Ýr Helgadóttir

Lögmaður

Auður er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi og með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Auður er sérfræðingur í samningagerð og hefur m.a. komið að fjölmörgum samningaviðræðum og samningagerð í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja. Þá er hún sérfræðingur í hugbúnaðar-, hugverka-, og verksamningum. Auður með viðamikla þekkingu á vinnurétti og félagarétti og veitir ráðgjöf til hluthafa, stjórna og stjórnenda fyrirtækja. Hvað varðar ráðgjöf til einstaklinga má nefna fjárskipti, kaupmála, fasteignamál, vinnurétt og hluthafamál, ásamt samningagerð. Auður vinnur mikið á ensku og er með framúrskarandi þekkingu á enskri tungu, bæði í riti og mæltu máli.

Auður hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja, allt frá litlu sprotafyrirtæki til umsvifamikils alþjóðlegs hugbúnaðarfyrirtækis, auk fjármálafyrirtækis. Þá hefur hún kennt á námskeiðum um góða stjórnarhætti og ábyrgð stjórnarmanna hjá Háskóla Íslands og Akademias auk þess að koma að kennslu í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Áhugamálalistinn er langur hjá Auði, sem elskar allt sem felur í sér að þurfa að vera í Goritex fatnaði s.s. svigskíði, gönguskíði, laxveiði, skotveiði og golf. Þá hefur hún hlaupið maraþon og tekið þátt í Ironman og Landvættunum. Hún nýtur þess einnig að fara í leikhús og tónleika eða eiga rólega kvöldstund yfir spilum með fjölskyldu og vinum.