Verkefni LOCAL lögmanna á sviði verktakaréttar eru fjölmörg og fer hópur viðskiptavina á því sviði ört stækkandi. Við veitum bæði verktökum og verkkaupum alhliða ráðgjöf á öllum stigum máls, allt frá liðsinni í samningaviðræðum á upphafsstigi, gerð verk- og fjármögnunarsamninga og úrlausn ágreiningsmála, eftir atvikum fyrir dómstólum.
Auk víðtækrar þekkingar á lagaumhverfi verktakaréttar býr stofan að öflugum tengingum við fjármögnunaraðila sem gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Fagleg og skilvirk ráðgjöf okkar er ekki síst mikilvæg á sviði verktakaréttar þar sem undirliggjandi hagsmunir eru gjarnan verulegir og skjót viðbrögð oftast nauðsynleg vegna strangra tímafresta sem einkenna þetta lagaumhverfi.
Jafnframt er brýnt að verktakar hafi í gildi fullnægjandi vátryggingar til að verja reksturinn fyrir hugsanlegum áföllum sem annars geta reynst dýrkeypt. Við veitum aðstoð við val á viðeigandi vátryggingum og sinnum hagsmunagæslu ef ágreiningur kann að rísa um réttindi úr vátryggingum.
Fasteignir
LOCAL lögmenn hafa um langt skeið sinnt fjölbreyttum verkefnum er varða fasteignir. Meðal verkefna á því sviði eru úrlausn gallamála í fasteignum, hvort sem er með samningum eða fyrir dómstólum, gerð kaup- og leigusamninga og úttektir á húsnæði á grundvelli húsaleigulaga. Við búum að margra ára reynslu af rekstri flókinna dómsmála og öflunar matsgerða fyrir dómi vegna fasteignamála. Þekking okkar á þessum málaflokki og vönduð vinnubrögð tryggja örugga hagsmunagæslu fyrir okkar viðskiptavini.
eða hafa samband:
local@locallogmenn.is